Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB

Meirihluti Norðmanna hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra þeirra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi frá því snemma árs 2005 eða samfellt í 18 ár. Mjög ólíklegt er að mynduð verði ríkisstjórn í Noregi hlynnt inngöngu eftir þingkosningarnar 2025. Þá hefur norski Verkamannaflokkurinn ekki lengur afgerandi stefnu um það að gengið verði í sambandið.